Meðfylgjandi eru reglur um viðrunarhólf sem eru svæði á vegum Hestamannafélagsins Spretts til viðrun hrossa. Umsjónaraðili fasteigna og svæðis, fyrir hönd Spretts, sér um útdeilingu hólfanna til félagsmanna og setur reglur um notkun.
Hvert hesthús/eining getur sótt um eitt hólf hvort sem að það séu einn eða fleiri eigendur að húsinu.
Umsækjendur þurfa að vera skuldlausir félagar í Spretti.
Stefnan er að félagsmenn fái sama hólf og það hefur verið með áður. Við biðjum félagsmenn að athuga stöðuna á hólfinu sem þau voru með sl sumar og láta vita ef það eru brotnir staurar, slitin bönd eða ónýt handföng. Það auðveldar okkur að fá yfirsýn yfir nauðsynlegt viðhald.
Notkunartímabil viðrunarhólfa er frá miðjum maí til enda september en fer þó eftir ástandi svæðisins og getur umsjónaraðili ákveðið hvenær svæðið er opnað og hvort að þurfi að loka því vegna ástands. Einnig á þetta við ef um ofbeit er um að ræða í hólfi.
Útdeiling á hólfum er fyrir allt tímabilið sbr. lið 4.
Umsjónaraðili, í samráði við stjórn félagsins, ákveður gjald fyrir leigu á hólfunum sem greiða þarf fyrir upphaf leigutíma.
Leigutaki er ábyrgur fyrir sínu hólfi og tjóni á girðingum af völdum hrossa á hans vegum og ber kostnað af utan eðlilegs viðhalds girðingar.
Leigutaki ber alla ábyrgð á sínum hrossum hvort sem þau verða fyrir skaða í hólfinu, þau sleppa út úr hólfinu og eða valda öðrum skaða.
Hross mega ekki vera í hólfunum á tímabilinu kl 23:00 til kl 07:00
Hólfin eru einungis ætluð tömdum hrossum.
Hólfin eru ekki ætluð stóðhestum.
Gerist leigutaki á hólfi brotlegur við þessar reglur eða er með slæma umgengni á svæðinu missir hann hólfið.