Námskeið hjá Sigrúnu Sig.

Vinsælu námskeiðin hennar Sigrúnar Sigurðardóttur halda áfram. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17.mars nk. Námskeiðin eru almenn reiðnámskeið fyrir fullorðna sem vilja styrkja leiðtogahlutverk sitt, öðlast betri færni í samskiptum við hestinn sinn og læra að skilja hestinn betur.

Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta.

Námskeiðið hefst 17.mars, samtals 8 skipti og lýkur námskeiðinu 12.maí. Ekki er kennt annan í páskum (21.apríl).

Kennt verður á mánudögum. Í boði eru 2 manna hópar og 4 manna hópur.
Þær tímasetningar sem eru í boði eru:
– 15:00 til 15:35, 2 manna hópur
– 15:35 til 16:10, 2 manna hópur
– 16:10 til 16:55, 4 manna hópur
-16:55 til 17:30, 2 manna hópur

Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3.
Verð fyrir námskeið í 2 manna hóp er 45.500kr á einstakling
Verð fyrir námskeið í 4 manna hóp er 34.500kr á einstakling

Skráning hefst fimmtudaginn 6.mars kl.12:00 og fer fram á abler.io
Hér er beinn hlekkur á skráninguna: Hfsprettur Hestamannafélagið Sprettur | Námskeið | Abler

Scroll to Top