Skráning á Opna Blue Lagoon mótið – fimmgangur og slaktaumatölt

Skráning á Opna Blue Lagoon mótið – fimmgangur og slaktaumatölt

Búið er að opna fyrir skráningu í næstu grein í opnu Blue Lagoon mótaröðinni en nú er það fimmgangur og slaktaumatölt fyrir knapa í barna og unglingaflokki. Mótið fer fram laugardaginn 26. febrúar og hefst mótið eftir kl 13, en nákvæm tímasetning verður auglýst þegar dagskrá og ráslistar verða birtir. Skráning er opin til miðnættis þriðjudaginn 22. febrúar.

Eftirfarandi flokkar og greinar eru í boði næstkomandi laugardag:
Barnaflokkur (10 – 13 ára) – fimmgangur F2
Unglingaflokkur (14 – 17 ára) – fimmgangur F2
Barnaflokkur (10 – 13 ára) – slaktaumatölt T4
Unglingaflokkur (14 – 17 ára) – slaktaumatölt T4

 

Æfingartímar fyrir þessa grein eru sem hér segir:

· fimmtudaginn 24.2.2022 kl 13:00 – 15:00

 

6 efstu knapar fara í úrslit en það verða ekki riðin B-úrslit. Knapar í barna- og unglingaflokki safna stigum í gegnum mótaröðina og verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapana í hverjum flokki á síðasta mótinu. Mótið er opið öllum knöpum í yngri flokkum.

 

Dagsetningar Blue Lagoon mótaraðarinnar eru eftirfarandi:
18. febrúar – fjórgangur (LOKIÐ)
26. febrúar – fimmgangur og T2
12. mars – tölt
25. mars – gæðingakeppni

 

Við viljum þakka styrktaraðila okkar Blue Lagoon fyrir að styrkja mótaröðina

Scroll to Top