Einkatímar með Þorvaldi Árna

Þorvaldur Árni Þorvaldsson reiðkennari býður upp á einkatíma í Samskipahöllinni, hólf 3, í nóvember og desember.

Þorvaldur Árni er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla sem hefur mikla reynslu sem keppnis- og kynbótaknapi.

Kennsla hefst miðvikudaginn 17.nóv og stendur til 15.des. Hver tími er 45 mín., 5 skipti, í boði verða tímar á milli kl.15-21.

Verð fyrir unglinga og ungmenni er 40.000kr. Vinsamlegast sendið póst á fr***********@********ar.is til þess að fá aðstoð við skráningu.

Verð fyrir fullorðna er 53.000kr. Skráning fer fram á ww.sportfengur.com

Þorvaldur Árni
Scroll to Top