Þorvaldur Kristjánsson fyrrv. ábyrgðarmaður hrossaræktar verður með námskeið í mati á byggingu hrossa í Samskipahöllinni 20. mars.
Markmið námskeiðsins er að bjóða uppá ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til, þegar metnir eru eiginleikar byggingar og hvernig þeir eru dæmdir. Einnig verður farið yfir það hvernig best er að stilla hrossi upp fyrir byggingardómi. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum kl 09-12 og verklegum æfingum kl 13-16.
Félagar í Hrossaræktarfélagi Spretts hafa forgang í þátttöku. Gjald kr 6.000 fyrir félagsmenn, 7000 fyrir aðra.
Skráning hjá email: ha******@mi.is fyrir kl 20, 18.mars.