Annað mót Blue Lagoon mótaraðarinnar – Fimmgangur

Nú styttist í annað mót Blue Lagoon mótaraðarinnar í Samskipahöllinni í Spretti.

Mótið verður haldið föstudaginn 21. febrúar.

 

Keppt verður í fimmgangi og verða eftirfarandi flokkar í boði:

Barnaflokkur (10-13 ára)

Unglingaflokkur (14-17 ára)

Ungmennaflokkur (18-21 árs)

Riðið verður hefðbundið fimmgangsprógram F2 í barna-, unglinga- og ungmennaflokki.

Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og stendur til miðnættis mánudaginn 17. febrúar.

Ef þið lendið í vandræðum við skráningu þá vinsamlegast sendið tölvupóst á mo*******@sp********.is

Skráningargjöld eru 2500 kr. per skráningu.

bláa lónið
Scroll to Top