Maggi kveður sem framkvæmdastjóri

Ágætu Sprettarar.

Í gær var síðasti vinnudagur Magnúsar Benediktssonar hjá Spretti. Einsog áður hefur komið fram þá sagði Magnús upphjá störfum hjá félaginu 1 nóv. sl til að snúa sér að öðru verkefni. Maggi mun áfram sjá um veislur í salnum okkar s.s. brúðkaup, fermingar ofl. Maggi hefur unnið gríðarlega gott starf fyrir Sprett í þau 5 ár sem hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá okkur enda maðurinn óendanlega hugmyndaríkur og duglegur. Við Sprettarar óskum Magga velfarnaðar á nýjum vettvangi sem og fjölskyldu hans. Það er ekki bara Bretar og Brexit heldur einnig Maggi og Sprettur um þessi mánaðarmót.

Lilja Sigurðardóttir mun taka við keflinu fram á sumar í 60% starfi hjá Spretti. Lilja er flestum hnútum kunnug hjá félaginu en hún hefur stýrt fræðslunefnd félagsins í töluverðan tíma og bjóðum við hana velkomna til starfans. Lilja mun tilkynna hvernig hennar viðvera verður einnig hvaða símanúmer og email munu notuð.

Öll dagskrá fyrir komandi tímabil er komin í góðar skorður og öflugar nefndir sem munu taka vel á þeim málum.

Það er orðin mikil starfsemi í félaginu og við í Stjórn Spretts erum að skoða málin við þessar breytingar.

 

F.h stjórnar Spretts

Sverrir Einarsson

Formaður

Scroll to Top