Vel heppnað nefndarkvöld

Nefndakvöld Spretts var haldið 29. janúar og mættu um 40 manns. Fulltrúar; reiðveganefndar, mótanefndar, kvennatöltsnefndar, tölvu- og tækninefndar, öryggisnefndar, nefnd sprettskvenna og æskulýðsnefndar héldu erindi. Mjög fróðlegt, skemmtilegt og þarft starf er unnið af fjölmörgum Spretturum og gaman var að hlusta á samantekt nefndanna. Þeir sem ekki komust á fundinn en eru áhugasamir að vinna fyrir félagið okkar, er bent á að senda póst á netföng nefndarformanna á heimasíðu Sprettara undir hlekknum, Félagið. Verið er að uppfæra nefndarlistana á næstunni og ef einhverjar upplýsingar vantar, má senda póst á fr***********@sp********.is.

 Stjórnin

Nefndarkvöld
Scroll to Top