Í næstu viku, 2.-7.júlí verður Íslandsmót eldri og yngrflokka haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal. Að mótshaldinu koma öll hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu.
Margar hendur vinna létt verk en verkin eru jú þó nokkur.
Nú leitum við til ykkar Sprettara með að manna mótið, við þurfum að skaffa ritara, starfsfólk í dómpall, fótaskoðara, sendla, hliðverði.
Mótið verður alla daga frá kl 9 á morgnanna og fram á kvöld, vaktir yfir daginn skiptast í þrennt, ca 4 klst hver vakt, allir sjálfboðaliðar fá að sjálfsögðu að borða.
Sjálfboðaliðum verður boðið uppá uppskerukvöld eftir Íslandsmótið, þar sem boðið verður uppá fræðslu af ýmsum toga.
Við hvetjum keppendur á mótinu sérstaklega til þess að leggja hönd á plóg og skrá sig á vaktir hjá okkur.
Þeir sem geta hjálpað til vinsamlega sendið póst með upplýsingum um hvenær þið getið starfað og við hvað á fr***********@sp********.is eða, ar********@gm***.com eða li************@gm***.com
Með von um góð viðbrögð