Fréttabréf

Frá framkvæmdastjóra og stjórn
Framkvæmdastjóri og stjórn eru að vinna í að styrkja öryggismál félagsmanna. Hraðaakstur um hverfið er stjórninni mikið áhyggjuefni. Mikilvægt er að fá viðunandi lausn á þeim málum hið fyrsta. Búið er að senda erindi á sveitarfélagið og óska eftir ýmsum umbótum til að tryggja öryggi hesta og manna. Lýsingarmálum þarf einnig að koma í viðunandi horf en það tengist sannarlega þessum málaflokk einnig.
Ógreidd félagsgjöld
Töluvert er enn um ógreidd félagsgjöld. Við biðlum til knapa sem eru að nýta sér svæðið að greiða félagsgjöldin. Félagsgjöld eru nausynleg félaginu til að standa straum af föstum kostnaði.

Opinn viðtalstími framkvæmdastjóra
Við minnum á opinn tíma framkvæmdastjóra sem auglýstur var í fyrri fréttabréfum en Magnús Benediktsson tekur á móti gestum og gangandi á mánudögum og miðvikudögum frá k. 9-11. Magnús sér einnig um lykla að reiðhöllum. Sú nýbreyting sem farið var í um áramót að setja lyklakerfið upp með nýjum hætti hefur gefist vel. Hægt er einnig að leggja inn fyrirspurnir í gengum netfangið ma*****@sp********.is

Húsasmiðjuhöllin
Búið er að setja upp snyrtingu í Húsasmiðjuhöllinni. Gengið er inní snyrtinguna inni í reiðhöllinni. Frá miðjum apríl er mótahald í reiðhöllum að mestu búið og aðgengi að höllum því meira.
http://sprettarar.is/reidholl-allir-vidburdir

Blómlegt námskeiðahald
Í vetur hefur verið fjölbreytt námskeiðahald hjá Spretti. Nú í mars verða nokkur ný námskeið. Jóhann Kristinn Ragnarsson verður með helgarnámskeið. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir verður einnig með helgarnámskeið og Mattías Kjartansson byrjar með námskeið sem eru í 6 skipti. Allar nánari upplýsingar má fá í námskeiðslýsingu hér á síðunni.

Helst á döfinni
23. mars        Laugardagsreiðtúr kl. 13:30
23. mars        Framhaldsskólamótið í hestaíþróttum
23-24. mars   Helgarnámskeið hjá Jóhanni Ragnarssyni
23.-24. mars  Helgarnámskeið hjá Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur
27. mars        Námskeið hjá Mattíasi Kjartanssyni hefst
29. mars        Þrígangsmót Spretts
30. mars        Laugardagsreiðtúr kl. 13:30
30-31. mars   Helgarnámskeið hjá Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur
6.apríl           Stóhestaveislan
7. apríl          Vetrarleikar 3

http://www.sprettarar.is/frettir-af-namskeidahaldi-hja-spretti/1728-helgarnamskeidh
http://www.sprettarar.is/frettir-af-namskeidahaldi-hja-spretti/1730-kennsla-hja-matta-kjartans

Áhugamannadeild Equsana
Fimmtudaginn 21. mars lauk áhugamanndeildinni með hörkukeppni í tölti. Þar með hefur stóru mótaröðunum í fullorðinsflokki, Áhugamanndeild Equsana og Meistardeildinni lokið í Samskipahöllinni í vetur. Mikill fjöldi hestamanna lagði leið síðan í Samskipahöllina og hestakostur góður.

Vetrarleikar 2
Aðrir vetrarleikar félagsins voru haldnir 17. mars. Mótið gekk með ágætum og var stærsti flokkurinn framtíðarknapar landsins, Pollar-teymdir. Það er ánægjulegt hve margir almennir félagsmenn taka þátt í viðburðum sem þessum og töluvert streymi af áhorfendum.

Scroll to Top