Næsta mót í Áhugamannadeild Spretts, Equsana deildinni 2019 er Gaman ferðir Fimmgangur

Takið frá fimmtudaginn 21 febrúar og mætið í Sprettshöllina í Kópavoginum því næsta mót í Equsana deildinni 2019 er Gaman ferðir fimmgangurinn.

Fimmgangurinn er eitt mest spennandi mótið í Equsana mótaröðinni. Þessi grein er eins og flestir vita mjög krefjandi og hafa knaparnir okkar lagt nótt við dag við undirbúninginn. Spennan er mikil enda ríður á að klárinn liggi í höllinni.

Veislan byrjar kl. 19:00 og húsið opnar kl. 17:30. Snillingarnir okkar í eldhúsi Spretts munu reiða fram dýrindis mat að venju.

Vð hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta góðra veitinga og horfa á spennandi keppni.

Aðgangur er frír.

Ráslistar verða birtir á miðvikudag.

Scroll to Top