Gaman Ferðir í samstarfi við Sprett bjóða glæsilega ferð á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í ágúst 2019.
Síðast þegar mótið var haldið í Berlín þótti það afar vel heppnað og fjöldi Íslendinga skemmti sér konunglega á mótinu.
Bókanir og nánari upplýsingar HÉR:
https://www.gaman.is/hm-hestar-2019
Við munum gista á Hotel Estrel Berlin, sem var þekkt sem „Íslendingahótelið“ síðast þegar keppnin var haldin og þar myndaðist afar skemmtileg stemning. Hótelið er 4 stjörnu superior með góðum loftkældum herbergjum. Á hótelinu er mjög flott Spa þar sem gestir hótelsins frá frían aðgang. Þarna eru 4 veitingastaðir, 3 barir og bjórgarður staðsettur við fallega á sem rennur framhjá hótelinu. Við hliðina á hótelinu er Estrel Festival Center þar sem í boði eru alls konar sýningar og skemmtilegheit.
Einfalt og fljótlegt er að komast frá hótelinu á keppnissvæðið og einnig á t.d. Alexanderplatz eða Mitte.
Ferðin
Flogið er út 7. ágúst klukkan 06:00 og lent í Berlín 11:40
Flogið er með WOW og er 20 kg. innrituð taska innifalin.
Rúta er frá flugvelli að hóteli.
Gist er á Estrel Berlin 4* hótel í 5 nætur með morgunverði
Premium miði (Horse power sýning laugardagskvöldið innifalin), sæti í íslendingastúku fyrir miðju.
Rúta frá hóteli að flugvelli
Flug heim 12. ágúst 12:25 lent 14:15
Mótið sjálft
Mótið er aftur komið til Berlínar, en það var þar síðast 2013 og sló rækilega í gegn. Aftur fer mótið fram í hinu græna Berlin-Karlshorst. Miðarnir sem við bjóðum með eru premium miðar í Íslendingastúkunni á besta stað.