HM í Berlín 2019

Nú er ár í að Heimsmeistaramót íslenska hestsins verði haldið í Berlín þann 4.-11 ágúst 2019. Það er því ekki seinna vænna að tryggja sér miða.

Sprettur hefur í samstarfi við Gamanferðir sett upp glæsilega hópferð fyrir Sprettara sem er ekki af verri endanum. Flogið verður út á miðvikudeginum 7. ágúst og heim aftur á mánudeginum 12. ágúst. Fyrstir koma fyrstir fá en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Þessi glæsi pakki verður í boði fyrir Sprettara til 15. febrúar og hægt byrja að bóka ferðina á þessum link: https://www.gaman.is/hm-hestar-2019


Nota þarf kóðann Sprettur við bókun en þá fær Sprettur einnig ákveðna upphæð í styrk frá Gaman Ferðum. Þessi kóði er sleginn inn í síðasta skrefinu,  þar sem greiðslan fer fram, í reit sem heitir afsláttarmiðar.

Innifalið er 
   * Beint flug með WOW Air
   * 20kg taska
   * Rúta til og frá flugvelli
   * Premium miði, með sæti í stúku
      með þaki
   * Gisting á 4 stjörnu hóteli í 5 nætur

Tryggðu þér miða og förum saman í skemmtilega ferð á heimsleika í Berlín á næsta ári!

Scroll to Top