Seinni umferð úrtöku

Seinni umferð úrtöku hestamannafélagsins Spretts fyrir Landsmót 2018 fer fram 12. – 13. júní. Ef nauðsyn krefur byrjum við mánudaginn 11. júní. Allir keppendur sem skráðu sig á Gæðingamótið eru skráðir í seinni umferð. Þeir sem ekki ætla að mæta í seinni umferð eru vinsamlegast beðnir að afskrá með því að senda póst á sp*********@***il.com.

Við óskum eftir því að afskráningar berist fyrir lok dags föstudaginn 8. júní til að auðvelda skipulag mótsins (en að sjálfsögðu gilda reglur LH um afskráningar). Við stefnum á að birta dagskrá og ráslista laugardaginn 9. júní. Í seinni umferð er einungis riðin forkeppni í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, B-flokki og A-flokki.

Scroll to Top