Niðurstöður úrslita á Gæðingamóti Spretts

Glæsilegu gæðingamóti Spretts lauk í dag á A-úrslitum í A-flokki gæðinga. Mótið var jafnframt fyrri umferð úrtöku fyrir hestamannafélagið Sprett. Margar glæsilegar sýningar sáust í öllum flokkum mótsins. Gæðingur mótsins var valinn og að þessu sinni kom það í hlut ríkjandi Landssmótssigurvegar í B-flokki gæðinga, Nökkva frá Syðra-Skörðugili, knapi á honum var sem áður Jakob Svavar Sigurðsson.

Einnig voru veitt verðlaun í minningu Jónínu í Topphestum en þau verðlaun eru veitt knapa í yngri flokkum sem mætir til keppni á vel hirtum hesti og sýnir góða reiðmennsku. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta skipti í ár og handhafi þeirra er Guðný Dís Jónsdóttir en hún keppti í barnaflokki á Roða frá Margrétarhofi.

Þar að auki var Svansstyttan veitt, en hún er veitt þeim knapa sem klæðist félagsbúning og þykir ávallt til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests, utan vallar sem innan. Að þessu sinn hlaut Haukur Ingi Hauksson Svansstyttuna en hann keppti á Mirru frá Laugarbökkum í unglingaflokki.

Meðfylgjandi eru niðurstöður A úrslita

A flokkur
B flokkur
Barnaflokkur
Unglingaflokkur
Ungmennaflokkur
Tölt T3
Skeið 100m
Skeið 150m

A úrslit áhugamannaflokkur – A flokkur
1. Júpíter frá Stóru-Ásgeirsá og Hulda Katrín 8,20
2. Brjánn frá Akranesi og Sigríður Helga Sigurðardóttir 8,18
3. Björk frá Barkastöðum og Sveinbjörn Sveinbjörnsson 8,17
4. Ögri frá Fróni og Hólmsteinn Össur Kristjánsson 7,96
5. Viska frá Presthúsum 2 og Ásgerður Svava Gissurardóttir 7,89
6. Alla frá Skjólbrekku og Viggó Sigursteinsson 7,27

A úrslit áhugamannaflokkur – B flokkur
1. Baróness frá Ekru og Brynja Viðarsdóttir 8,42
2. Þjóð frá Þingholti og Þórunn Hannesdóttir 8,38
3. Jökull frá Hólkoti og Helena Ríkey Leifsdóttir 8,32
4. Sævar frá Ytri-Skógum og Ingi Guðmundsson 8,30
5. Bragi frá Efri-Þverá og Sigurður Halldórsson 8,29
6. Vörður frá Vestra-Fíflholti og Sigurður Helgi 8,26
7. Léttir frá Lindarbæ og Guðrún Margrét 8,24
8. Birkir frá Fjalli og Ingimar Jónsson 8,07

Scroll to Top