Stjórn hmf. Spretts hefur ákveðið að hafa tvöfalda úrtöku fyrir Landsmót hestamanna 2018 fyrir alla flokka.
Úrtökurnar verða haldnar annars vegar daganna 2.–3. júní, samtengt Gæðingamóti Spretts,
en siðari úrtakan verður dagana 12.-13. júní.
Keppendur í yngri flokkum, þ.e. börn, unglingar og ungmenni, verða að vera félagsmenn í hmf. Spretti, en í A og B flokkum þarf eigandi hross að vera félagsmaður í Spretti.
Fyrirkomulag úrtökunnar verður þannig að ef keppendur ætla að taka þátt, þurfa þeir að skrá sig fyrirfram í þær báðar samtímis og rennur skráningarfrestur út um miðnætti 28. maí.
Það skal tekið fram að betri einkunn muni gilda, þ.e. ekki meðaltal beggja keppnanna.
Ekki verður hægt að skrá sig sérstaklega í síðari úrtökuna.
Eftirfarandi flokkar eru í boði ef næg þátttaka fæst:
Börn
Unglingar
Ungmenni
A-flokkur
B-flokkur
A-flokkur Áhugamanna
B-flokkur Áhugamanna
Tölt (opið)
100, 150 og 250 m skeið (opið)
Nánari uppl um skráningu auglýst síðar.