Verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Skrúðreiðin vekur gríðarlega jákvæða eftirtekt í miðborginni og er mikil lyftistöng fyrir mannlífið þar. Skrúðreiðin telur um það bil 150 hesta og jafnmarga menn og í fararbroddi fer fjallkonan í skautbúningi ásamt fylgdarmanni. Á eftir þeim kemur hestvagn og oftar en ekki hefur borgarstjóri, ráðherra og nú síðast forstöðumaður höfuðborgarstofu setið í honum, þó reyndar hafi núverandi borgarstjóri einu sinni komið ríðandi með, sem var að sjálfsögðu toppurinn, enda hann hestamaður sjálfur og hans fjölskylda.
Tímasett áætlun
12:00 Mæting á malarstæði við Læknagarð – knapar á hestum stilla sér upp
12:30 Riðið af stað upp Njarðargötu að Hallgrímskirkju
13:00 Uppstilling fyrir framan Hallgrímskirkju, setning og myndataka
13:15 Skólavörðustígur – Bankastræti – Austurstæti – Pósthússtræti
13:40 Vonarstræti – stoppað við Austurvöll, tónlistaratriði
14:00 Tjarnargata – Hljómskálagarður – malarstæði við Læknagarð
Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/105215393669823/
Við biðjum ykkur kæru formenn, um að senda þessar upplýsingar á alla félagsmenn, nota tölvupóst, Facebook síður og vefsíður ykkar. Viðburðurinn er skemmtilegur, veðurspáin er góð og við viljum fá okkar félagsmenn til að sýna hestinn og hestamennskuna í borginni.
Það er um að gera að safnast saman, sameina hestakerrur og skapa frísklega og hressandi stemningu fyrir skrúðreiðinni.
Endilega deilið viðburðinum sem víðast á Facebook og takið þátt í hátíðahöldunum um helgina!
Gleðilegt sumar!