Sýnikennsla laugardaginn 21. apríl

HVER ER LYKILLINN AÐ RÉTTUM HÖFUÐBURÐI, YFIRLÍNU, BURÐI OG LÍKAMSBEITNGU HESTS?

Peter De Cosemo enskur reiðkennari verður með sýnikennslu í reiðhöll Harðar laugardaginn 21. Apríl kl. 17-19:00. Peter hefur starfað sem reiðkennari í 40 ár og unnið að þjálfun, kennslu og dómsstörfum víða um heim. Hann hefur reynslu af öllum stigum reiðmennskunar og hefur s.l. ár haldið námskeið eða sýnikennslu hérlendis u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hann þekkir því vel til íslenska hestsins og er fengur fyrir Harðarfélaga að fá hann til okkar.

Peter vill að sýnikennslu lokinni gjarnan efna til samræðu við gesti og býður upp á spurningar og svör yfir kaffibolla eftir sýnikennsluna.

Viðburðurinn er öllum opin og aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Scroll to Top