Dymbilvikusýning Spretts 2018

Nú styttist óðum í hina árlegu Dymbilvikusýningu Spretts sem fram fer í Samskipahöllinni miðvikudaginn 28. mars kvöldið fyrir skírdag að venju.
Ræktunarhross skipa stóran sess á sýningunni líkt og undanfarin ár, en boðið verður upp á sýningar ræktunarbúa, úrvals hryssur og stóðhesta, ræktunarkeppni hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttaknapar Spretts verða heiðraðir, ungir Sprettarar koma fram. Töltgrúppan mætir með nýtt spennandi atriði ásamt mörgu fleira spennandi.

Undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana og enn geta ræktendur, hesteigendur og knapar haft samband vilji þeira leggja sýningunni lið með skemmtilegum og flottum atriðum.

Hægt er að hafa samband í eftirfarandi símanúmer: 896 9740 Rúnar eða 893 3600 Maggi

Hér er slóð á viðburðinn 
https://www.facebook.com/events/558597191179213/

Dymbilvikusýning 2018
Scroll to Top