Svansstyttan afhent á Gæðingamóti Spretts og úrtöku fyrir LM

Svanstyttan er gefin til heiðurs Svani Halldórssyni, stofnfélaga Gusts og síðar Spretts. Svanur hefur ávallt lagt mikið upp úr því að vera prúðbúinn, snyrtilegur og á vel hirtum hesti. 

Svansstyttan er veitt Sprettsfélaga sem klæðist félagsbúningi Spretts á mótum og þykir ávallt vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests, utan vallar sem innan.

Að þessu sinni var það hún Anna-Bryndís Zingsheim sem hlaut styttuna.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður Spretts afhennti styttuna.

Scroll to Top