Mustad liðið

Ó. Johnson og Kaaber er elsta íslenska heildverslunin. Fyrirtækið var stofnað 23. sept. 1906 af þeim Ólafi Þ. Johnson og Ludvig Kaaber. Fyrstu sex árin var fyrirtækið til húsa í Lækjargötu 4 en árið 1912 flutti það í Hafnarstræti 1-3 (Fálkahúsið). Í gegnum árin hefur fyrirtækið lagt megináherslu á innflutning matvöru auk hreinlætisvara af ýmsu tagi. En fram eftir síðustu öld fengust menn líka við útflutning íslenskra afurða. ÓJ&K átti hlut í lýsisbræðslu um skeið og seldi lýsið utan. Auk þess voru fluttar út saltaðar sauðagærur, ullarvarningur, kjöt og fiskur. Útflutningurinn lagðist þó smám saman af en í staðinn var hafin iðnframleiðsla á ýmsum vörum innanlands. Um árabil starfrækti OJK kaffibætisverksmiðju, framleiddi salernispappír, reiknivélarúllur og pappírspoka, rak sultugerð og hefur lengi átt hlut í Vilko sem framleiðir súpur og bökunarblöndur af ýmsum gerðum. Flaggskipið í framleiðslunni hefur þó alla tíð verið kaffibrennslan. Kaffibrennsla OJK var stofnuð í júní 1924 og var fyrst til húsa í Hafnarstrætinu. Byggt var sérstaklega yfir brennsluna og kaffibætisverksmiðjuna á 5. áratugnum við Sætún og stendur verksmiðjuhúsið þar enn. Aftur var byggt yfir kaffibrennsluna á sjöunda áratugnum og þá uppi í Árbæ. Nýir tímar fylgdu nýrri öld og á árinu 2000 sameinuðust Kaffibrennsla ÓJ&K og Kaffibrennsla Akureyrar undir merkjum Nýju kaffibrennslunnar. Var þá hætt að brenna og mala í Árbænum. Brennslan fyrir norðan sér um alla framleiðsluna,
en sala og dreifing fer fram hjá ÓJ&K sunnan heiða. Og kaffið okkar þekkja allir: Margar tegundir af Rúbínkaffi auk hinna gamalkunnu tegunda sem kenndar eru við Braga og Kaaber. Eins og gefur að skilja hefur ýmislegt breyst á þeim ríflega 100 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Segja má að ÓJ&K hafi flutt inn vörur úr öllum flokkum – allt frá önglum upp í hjúkrunarvörur og bíla! Innflutningur á mat og hreinlætisvörum hefur þó ávallt verið grunnur starfseminnar og svo er enn í dag. Höfuðstöðvar fyrirtækisins hafa líka verið fluttar nokkrum sinnum. Úr Lækjargötunni var flutt í Hafnarstræti og þaðan áfram í Sætúnið árið 1962. Þar var byggt myndarlegt skrifstofu- og verslunarhús sem einnig hýsti dótturfélagið Heimilistæki. Árið 2004 var svo tekið í notkun sérhannað vöru- og skrifstofuhús við Tunguháls og þar erum við nú til húsa. ÓJ&K rekur í dag öfluga heildsölu sem selur m.a. vörur til matvöruverslana, stóreldhúsa, mötuneyta og sælgætisverslana auk ýmissa sérverslana. Í dag vinna rúmlega 50 manns hjá fyrirtækinu bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir mörg þekkt vörumerki s.s.  Colgate Palmolive, Wagner, Del Monte, Melroses, Kiwi, Pågens, Tate&Lyle, DeliFrance, KIM›s, Philips Lighting, Vilkó, Mömmu, Rúbín, Braga, Kaaber o.m.fl. Fyrirtækið á Nýju Kaffibrennsluna á Akureyri og er hluthafi í Vilkó á Blönduósi.

Hrafnhildur Jónsdóttir

Hrafnhildur Jónsdóttir

53 ára
Starf: Stjórnarf.m. Álglugga JG
Hestamannafélag: Fákur

Rósa Valdimarsdóttir

Rósa Valdimarsdóttir

63ára
Starf: Matreiðslumaður
Hestamannafélag: Fákur

Birta Ólafsdóttir

Birta Ólafsdóttir

41 árs
Starf: Þroskaþjálfi
Hestamannafélag: Máni

Herdís Rútsdóttir

Herdís Rútsdóttir

26 ára
Starf: Nemi við Háskóla Íslands
Hestamannafélag: Sleipnir

Saga Steinþórsdóttir

Saga Steinþórsdóttir

39 ára
Starf: Verkefnastjóri
Hestamannafélag: Fákur

Sigurður Matthíasson

Sigurður Matthíasson

Þjálfari

Edda Rún Ragnarsdóttir

Edda Rún Ragnarsdóttir

Þjálfari

Kristín Ísabella Karelsdóttir

Kristín Ísabella Karelsdóttir

Neyðarknapi – 24 ára
Starf: Nemi
Hestamannafélag: Fákur

Mustad
Scroll to Top