Skráning á Metamótið

Metamótið sívinsæla verður haldið 5.-7.september. Keppt verður í A- og B-flokki, opnum flokki og áhugamannaflokki, Tölti T3 Opnum flokki, 100m ljósaskeiði, 150m skeiði, 250m skeiði, 100m rökkurbrokki og nýjustu greininni 250m stökki. Skráning í rökkurbrokk er undir liðnum „annað“. Peningaverðlaun verða í efstu sætum í kappreiðum! Forstjóratöltið verður á sínum stað, en þar keppa styrktaraðilar mótsins sín á milli.

Skráning er hafin á Sportfengi og stendur yfir til mánudagsins 1.september kl 23:59.

Ef spurningar koma upp er varða skráningu má senda póst á th**@in***.is.

Metamótsnefnd

Scroll to Top