Gleði gleði, kvennareið

Miðvikudaginn 30 april er okkur Sprettskonum boðið til Fákskvenna.

Mæting er við Sprettshöllina kl. 18:00. Boðið verður upp á Baily´s staup fyrir reiðtúrinn.

Við hittum Fákskonur við bæjarmarkahliðið kl. 19:00 og stoppum þar um stund. Þegar „jæja“ heyrist frá fararstjóra höldum við galvaskar af stað á ný og næsta stopp er í Fáki. Þar borðum góðan mat, syngjum og skemmtum okkur í góðum félagsskap.

Matur er kr. 2000 og er greitt við innganginn í Fáki. Bjór kr. 500.

Hvetjum allar Sprettskonur til að mæta og skemmta sér saman….

Og auðvita tökum við lagið, því að syngja saman, hressir, bætir og kætir.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 29. apríl kl 23:00 til:
jo*********@gm***.com
ag********@gm***.com

Kvennadeildin

singing-horses
Scroll to Top