Árbæjarhjáleiga og Fet á Dymbilvikusýningunni

Nú fer dagskrá Dymbilvikusýningar Spretts að verða klár. Ljóst er að glæsilegir gæðingar munu gleðja augað í nýju Sprettshöllinni þann 16. apríl næstkomandi.

Má þar nefna að Árbæjarhjáleiga og Jarl mæta á sýninguna. Eins og flestum er kunnugt er Jarl með 8,71 í aðaleinkun, 8,92 fyrir kosti þar af 9 fyrir tölt og fegurð í reið og 9,5 fyrir skeið og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Einnig mæti Fet á sýninguna þar sem hinn flotti Þristssonur Straumur frá Feti verður með í för, en hann er hæst dæmdi klárhesturinn árið 2013 með samtals 9 níur.

Eins og áður hefur komið fram mæta einnig glæsihryssan og nýja stjarnan Sibil frá Torfastöðum sem og Nökkvi frá Skörðugili sem var annar í flokki 5 vetra stóðhesta á síðasta ári.

Ekki missa af þessar glæsilegu sýningu og skemmtilegri byrjun á Páskum.

Meðfylgjandi mynd er af Jarli tekin af Kollu Gr og fengin að láni á vefnum topphross.is.

Eldri fréttir
Sibil mætir í Sprettshöllina
Kynbótahross á Dymbilvikusýningunni
Dymbilvikusýningin
Ræktunarbú og kynbótahross

jarl
Scroll to Top