Þrauta og leikjadagurinn á morgun

Þrauta og leikja dagurinn í Spretti fer fram á morgun, föstudaginn langa. Skemmtunin hefst klukkan 11:00 í Reiðhöll Spretts. Töframaður mætir og skemmtir krökkunum. Hvetjum alla krakka til að mæta í grímubúningum og að sjálfsögðu með hesta. Skipt verður í aldurshópa, og þrautir fyrir alla. Veitt verða veruðlaun fyrir besta búninginn og besta tímann í hverjum flokki. 

Allir sem taka þátt fá páskaegg í þátttökuverðlaun 

Eftir keppnina verða grillaðar pylsur fyrir þátttakendur 🙂
 

Sjáumst hress á einum skemmtilegasta æskulýðsviðburði Spretts á föstudaginn langa.

þrauta og leikja 2
Scroll to Top