Keppnisnámskeið fyrir konur

Nú ætlar Fræðslunefndin að bjóða uppá enn eitt námskeiðið og nú höfum við fengið Sylvíu Sigurbjörnsd. til liðs við okkur.
Hún ætlar að vera með námskeið fyrir konur sem stefna á keppni, hvort sem það er Kvennatöltið nú í miðjan apríl eða aðrar keppnir seinna í vor.
Kennt verður á þriðjudögum og verða 3 konur í hóp. Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 18.mars og verða þetta 5 skipti. Verð pr konu er 30.000kr.
Vilji konur vera tvær saman í hóp verður að hafa samband við fræðslunefnd en þá verður verðið pr konu 45.000kr
Til þess að af þessu námskeiði verði, verða að lágmarki 9 konur að vera skráðar á námskeiðið annars fellur það niður.
Skráning fer fram í gegnum http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd.

Sylvía
Scroll to Top