Guðmundur fékk félagsmálaskjöld UMSK

UMSK heiðrar ár hvert félagsmenn fyrir störfin á líðandi ári á ársþingi sambandsins. Innan sambandsins eru ungmenna- og íþróttafélög í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós.

Guðmundur Hagalínsson, gjaldkeri Spretts fékk þann heiður að fá félagsmálaskjöld UMSK sem er ekki bara heiður fyrir Guðmund heldur einnig Sprett. Viljum við óska Guðmundi til hamingju með skjöldinn og þakkir fyrir það frábæra starf sem hann hefur unnið fyrir félagið okkar.

Einnig var Auðunn Jonsson var valinn afreksmaður UMSK 2013. Þetta er annað árið í röð sem Auðunn verður fyrir valinu en árið 2013 var gott ár hjá honum þar sem Evrópumeistaratitill í réttstöulyftu bar.

Blaklið HK karla fékk UMFÍ bikarinn en þann bikar hlýtur það lið innan UMSK sem hefur skarað framúr á árinu en liðið náði þeim einstaka árangri að vinna alla þá titla sem í boði eru á Íslandi í blaki karla.

Fimleikabikarinn fékk Dominik Alma frá Gróttu

Skíðabikarinn fékk Erla Ásgeirsdóttir Breiðablik

Dansbikarinn fékk dansparið Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn

Jóhannsdóttir frá DÍK

Frjálsþíþróttabikarinn fékk Kári Steinn Karlsson Breiðablik

Sundbikarinn fékk Aníta Ósk Hrafnsdóttir Breiðablik

Scroll to Top