Skráning á vetrarleika Spretts

Fyrstu vetrarleikar Sprettara fara fram n.k laugardag í glæsilegu nýju höllinni okkar.
Skráning verður í höllinni á milli kl.11:00 – 12:00 á laugardaginn, gengið inn um hliðardyr að austanverðu.

Áhorfendur á vetraleikum ganga líka inn um hliðardyrnar að vestanverðu á áhorfendapallana.
Félagsmönnum er heimilt að nota höllina þegar ekki er námskeiðshald í gangi og hvetjum við fólk til að prófa höllina á morgun. Höllin er upptekin frá kl.17:00 – 20:00.

Mótanefnd hvetur alla til að mæta, keppendur jafnt sem áhorfendur og gera þetta fyrsta vetrarmót vísir af því sem koma skal í okkar frábæra félagi.

901930 146189095552672 1553566189 o
Scroll to Top