Ísmót Spretts

Sameinumst Sprettarar og höldum ísmót í boði Meistaradeildarliðs okkar Spónn.is/Heimahagi. Mótið verður á þriðjudaginn næstkomandi, þann 21. janúar klukkan 18:00 niðri á nýja keppnisvellinum okkar. Keppt verður á beinni braut.

Flokkarnir sem eru í boði eru:

  • 17 ára og yngri
  • Áhugamannaflokkur
  • Opinn flokkur

Mótið verður með einföldu og skemmtilegu sniði, vegleg verðlaun verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta skemmta sér saman. Engin skráning fyrirfram, bara að mæta klukkan 18:00 niður á nýja keppnisvöll Spretts. Skráningargjald er 500 krónur og greitt við vallarendann. Skráningargjöld renna til tækjakaupa félagsins, velunnarar Spretts er frjálst að greiða hærri skráningargjöld.

sponn.isSjáumst hress á þriðjudaginn og höfum gaman saman á nýju glæsilegu svæði Spretts.

Ps. Loforð gefin um að engin mun falla í gegnum ísinn 🙂

Heimahagi logo
Scroll to Top