100 ára afmælishátið Líflands

Lífland varð 100 ára á þessu ári en það var stofnað árið 1917 og hét þá Mjólkurfélag Reykjavíkur. Félagið hefur breyst mikið í gegnum tíðina en nafni þess var breytt í Lífland árið 2005.

Í tilefni þessa tímamóta ætlar Lífland að halda afmælishátið í öllum verslunum Líflands laugardaginn 24. júní á milli kl. 12 og 15.
Frábærir afslættir verða í boði þennan eina dag. Heitt verður á grillinu og skemmtun er í boði fyrir börnin.

Það eru allir velkomnir og við vonumst til að sjá sem flesta.

Scroll to Top