Skip to content

Vorhátíð leikskólans Aðalþingi

Í gær (þriðjudag 27.jún) hafði foreldri úr foreldrafélagi leikskólans Aðalþingi samband við mig (Lilju) um kl:14:00, tilefnið var að framundan var vorhátíð leikskólans sem halda átti í Guðmundarlundi, hátíðin átti að hefjast kl 16:30.

Veðurspáin var ekki góð og höfðu þau leitað að húsnæði í nágrenni við leikskólann til að komast inn með hátíðina, von var á leikhópnum Lottu á hátíðina með allt sitt hafurtaks, tíminn var naumur og meira en að segja það að finna húsnæði þar sem leikmynd Lottu fyrir. Ég bauð þeim bæði pláss í Samskipahöllinni og svo inni í veislusal, sem þau þáðu.

Kl:15:00 kom leikhópurinn Lotta á svæðið og byrjaði að setja upp sviðsmyndina inni í veislusal.

16:30 mættu glöð börn og foreldrar á vorhátíð og skemmtu sér allir vel.

Ég fékk meðfylgjandi myndir sendar í dag og þakkar leikskólinn Aðalþingi kærlega fyrir afnot af salnum okkar.

Gaman að geta hjálpað til í hverfinu okkar, við erum jú frábærlega staðsett í útjarði Kópavogs.