Skip to content

Vinnusvæði – Hestar&Menn

Hverfið okkar góða er í uppbyggingu og það þýðir að umferð stórvirkra vinnuvéla verða algengari sem og að nærumhverfi byggingalóða fylgi rask og hávaði.

Við getum ekki bannað umferðina né staðið í vegi fyrir þessari uppbyggingu enda frábært fyrir okkur að fá fleiri félagsmenn í félagið okkar til að byggja upp framtíðina.

Því er um að gera að reyna forðast byggingarsvæðin eins og kostur er á meðan á þessu stendur, svo ekki hljótist slys á fólki og dýrum komi það upp að hrossin fælist undan vegna hávaða. Eins er gott fyrir byggjendur að reyna að koma til móts við félagsmenn líka og gera sitt besta til að halda framkvæmdum innan dagvinnutíma eins og kostur er (8-17 alla virka daga ) svo reiðmenn geti gengið að því að svæðið sé að mestu leyti laust við áreiti um helgar og kvoldin þegar flestir eru að ríða út.

Við erum öll saman í þessu og ættu allir að geta fundið hentugar leiðir til þess að lynda í sátt og samlyndi á meðan þessum uppbyggingarárum stendur 🙂