Nú er stjórn farin að skoða möguleika í stöðunni varðandi þróun á vefumhverfi Spretts. Okkur langar að leita til félagsmanna og fá frá ykkur hugmyndir hvað það er sem skiptir mestu máli varðandi vef félagsins og upplýsingamiðlun til félagsmanna. Hér í meðfylgnadi hlekk er form sem félagsmenn geta fyllt út til að koma sínum hugmyndum og sjónarmiðum á framfæri https://forms.gle/UwHDxGFTSZKiRVxE6.
Til að koma umhverfinu okkar í betri horfur þarf stjórn aðstoð frá félagsmönnum. Við köllum því við eftir áhugasömum aðilum til að koma að þróun vefsins og samfélagsmiðla félagsins. Verið er að stofna vefnefnd sem tæki verkefnið í fangið sem snýr að því að koma upplýsingamiðluninni til félagsmanna á skipulagt form ásamt þróun og viðhaldi á vefsíðu og samfélagsmiðla.
Áhugasamir Sprettsfélagar sem vilja taka þátt í þessari vinnu geta sent póst á [email protected].