Skip to content

Uppskeruhátíð Hrossaræktarnefndar Spretts 2024

Hrossaræktarnefnd Spretts hélt sína árlegu Uppskeruhátíð þann 15.nóv. sl. í Arnarfelli veislusal Samskipahallarinnar í Spretti.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu hross í hverjum flokki kynbótahrossa, hægt er að sjá þau hér . 

Kynbótahross ársins er  Nóta frá Sumarliðabæ 2 IS2019281514  aðaleinkunn 8,67/8,71,  aldursleiðrétt 8,77.

Ræktunarbú ársins er Sumarliðabær 2. Meðaleinkunn hrossa 8,56 og fjöldi hrossa 7.

Af þeim voru 5 í verðlaunasætum meðal 3ja efstu í þessum 8 flokkum kynbótahrossa.

Alls voru 18 ræktendur í Spretti sem uppfylltu skilyrði fyrir valið,

Sjá betur uppröðun

Á dagskrá voru  einnig frábærir fyrirlestrar hjá Olil Amble og Jönu Zedelius sem hlutu mikið lof gesta.