Skip to content

Upplýsingar varðandi Áhugamannamót Ísl og Áhugamannamót Spretts

Knapafundur verður á viðburðinum á Facebook frá hádegi 21.júlí og þar til mótið hefst. Ef eitthvað brennur á fólki þá er hægt að hafa samband við mótsstjóra og yfirdómara með tölvupósti á motanefnd@sprettarar.is

  • Mótsstjóri: Brynja Viðarsdóttir
  • Yfirdómari: Svafar Magnússon, íþróttahlutanum
  • Yfirdómari: Þórir Örn Grétarsson, gæðingahlutanum
  • Vallastjóri: Atli Rúnar Bjarnason

Nokkrir punktar til að hafa í huga:

  • Ráslistar eru tilbúnir, hægt að skoða í LH Kappa smáforritinu eða smella. Keppendur eru ábyrgir fyrir því að sínar skráningar séu réttar.
  • Hægt er að afskrá þar til einni klst áður en keppni í grein hefst. Þá er ráslisti þeirrar greinar endanlegur.
  • Endanleg dagskrá er í LH Kappa smáforritinu.
  • Allar afskráningar fara fram í gegnum motanefnd@sprettarar.is

Við viljum benda keppendum á að um helgina verður veislusalur Spretts upptekinn í einkasamkvæmi. Hægt verður að komast á snyrtingu í austur enda Samskipahallarinnar og í bláum gám við söfnunarvöllinn.

Samskipahöllin verður opin til upphitunar, biðjum alla að hreinsa skít upp eftir sig.

Óheimilt er að fara með kerrur niður á mönina/bílastæðið við völlinn.