Nú er Norðurlandamóti í hestaíþróttum nýlokið en mótið fór fram í Herning í Danmörku 8.-11.ágúst sl. Þar öttu kappi margir af bestu hestum og knöpum Norðurlandanna í íþrótta- og gæðingakeppni. Í íslenska U-21 árs landsliðinu voru hvorki fleiri né færri en sjö ungir Sprettarar. Í heildina voru 15 knapar valdir í U-21 árs hópinn og var því tæplega helmingur knapa úr hestamannafélaginu Spretti. Það sýnir hversu öflugt félag Sprettur er á landsvísu þrátt fyrir ungan aldur félagsins (stofnað árið 2012).
Á Norðurlandamótinu áttu ungir Sprettarar góðar sýningar og fögnuðu góðu gengi. Mörg þeirra voru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegu sviði og öðlast þar með dýrmæta reynslu fyrir framtíðina. Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra á mótinu.
Innilega til hamingju ungir Sprettarar!
Elva Rún Jónsdóttir og Bella frá Blönduósi 8.sæti í unglingaflokki gæðk.
Guðný Dís Jónsdóttir og Kristall frá Jaðri kepptu í fjórgangi og tölti ungmennaflokki
Hekla Rán Hannesdóttir og Huginn frá Halakoti 5.sæti í B-flokki ungmenna gæðk. og 10.sæti í fjórgangi ungmennaflokki
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Elskamin von Erkshausen 2.sæti í slaktaumatölti ungmennaflokki
Hulda María Sveinbjörnsdóttir og Hetja frá Árbæ 3.sæti í fimmgangi, 3.sæti í gæðingaskeiði, 2.sæti í samanlögðum fimmgangsgreinum og 9.sæti í slaktaumatölti ungmennaflokki
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Blikka frá Þóroddsstöðum 5.sæti í 100m skeiði, keppti einnig í 250m skeiði
Sigurður Baldur Ríkharðsson og Júní frá Brúnum 8.sæti í A-flokki ungmennaflokki gæðk.