Hestamannafélagið Sprettur leitar að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Spretti og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni í tengslum við fasteignir og svæði félagsins. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á flestum verkefnum á félagssvæði Spretts þar með talið öryggi, hreinlæti og móttöku plasts. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt sem og með nefndum félagsins ásamt stjórn, framkvæmdarstjóra og öðru starfsfólki.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með svæði og fasteignum
- Almennt viðhald fasteigna, smáviðgerðir ásamt umhirðu á félagssvæði
- Umsjón með vélum og kerfum (tækni-, öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum)
- Umsjón með gólfi í reiðhöllum félagsins í samvinnu við Vallarnefnd
- Umsjón með afhendingu reiðhallarlykla
- Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf
- Utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum bygginga, húsbúnaðar og tækja
- Tengiliður við aðra verktaka á svæðinu og ábyrgð á þeirra verkefnum.
- Önnur tilfallandi verkefni og aðstoð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjónustulund, sveigjanleiki og samviskusemi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Hæfni og þekking til að keyra vélar
- Frumkvæði
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
Um Sprett
Hlutverk Spretts er að móta félagssvæði, standa vörð um þarfir félagsmanna og efla áhuga á hestum og hestamennsku. Mikilvægt er að allt starfsfólk Spretts fari eftir gildum félagsins sem eru samvinna, virðing og öryggi. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.
Umsóknir skulu berast í gegnum alfred.is, https://alfred.is/starf/umsjonaradili-svaedis-og-fasteigna-spretts.
Frekari upplýsingar eru veittir Jónína Björk, [email protected] eða Davíð Áskelsson, [email protected].