Umgengnis- og umferðarreglur í Reiðhöllum Spretts

Umgengnis- & umferðarreglur í Reiðhöllum Spretts

Einungis skuldlausir félagar geta fengið aðgangslykla. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Handhafar aðgangslykla er óheimilt að hleypa öðrum inn í höllina.
Knöpum ber að hreinsa upp eftir hesta sína. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.
Hjálmaskylda er í reiðhöllum Spretts. Við þjálfun hesta í reiðhöllum Spretts eru félagsmenn á eigin ábyrgð.
Farið á bak og af baki inni á miðjum vellinum en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.
Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð.
Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar þegar aðrir eru í salnum.
Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð.
Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð. Aðrir skulu forðast að ríða þvert í gegn hjá þeim sem ríður á baug.
Stökkþjálfun/yfirferðareið er óheimil þegar margir eru inni í höllinni í opnum tímum, sérstaklega ef einungis eitt hólf er opið í Samskipahöllinni fyrir félagsmenn til þjálfunar, eða ef margir eru inni í Húsasmiðjuhöllinni sá/sú sem ætlar að þjálfa stökk/yfirferð skal sýna sértakt tillit og skal gæta þess að ríða ekki á aðra hesta og knapa
Reiðkennsla eða þjálfun liða er bönnuð í opnum tímum í reiðhöllum Spretts. Bóka þarf hólf og eða höll fyrirfram hjá re******@******ur.is eða í síma 620-4500
Setji notendur og eða kennarar upp staura og bönd, keilur, brokkspírur eða annan búnað til þjálfunar ber viðkomandi að ganga frá að notkun lokinni.
Virða skal þá tíma sem skráðir eru á dagatöl reiðhallanna.
Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar inni. Hringgerðin eru ekki til þess að geyma hesta í.
Allar reykingar eru bannaðar. Meðferð áfengis og annara vímuefna er bönnuð. Fólki undir áhrifum áfengis eða vímuefna ber að vísa úr húsinu umsvifalaust.
Lausaganga hunda er bönnuð.

Brot á reglum þessum getur þýtt lokun á reiðhallarlyklum í hallirnar

Scroll to Top