Miðasala fer fram á heimasíðum félaganna í skráningarformi og opnar í dag, fimmtudaginn 14 nóvember kl.12.00 á hádegi Stofnaðar verða kröfur í heimabönkum viðkomandi.
Hvetjum við fólk að skrá sig fyrir miðum tímanlega því takmarkað magn er í boði.
Uppskeruhátíð Spretts&Fáks fer fram í Arnarfelli í Sprettshöllinni föstudaginn 22. nóvember næstkomandi, húsið opnar 19:00.
Verðlaunaðir verða knapar í Fáki og Spretti í ungmenna, áhugamanna og meistaraflokki.
Á hátíðinni verður steikarhlaðborð frá Flóru með grillaðri nautalund, steiktri kjúklingabringu ásamt tilheyrandi meðlæti.
Þá mun hljómsveitin The Bookstore Band spila fyrir dansi að borðhaldi og verðlaunaafhendingu lokinni.
Miðaverð á dansleik 2.990 krónur – Miðasala í afgreiðslu á viðburðinum. Húsið opnar 22:30 fyrir ballgesti.
Miðaverð á steikarhlaðborð og ball 11.900 krónur.