Af gefnu tilefni bið ég félagsmenn sem nýta reiðhallir Spretts til að sýna öðrum ávalt tillit.
Undanfarið hafa kvartanir borist undan félagsmönnum sem ríða geyst í reiðhöllunum, jafnvel hafa viðkomandi aðilar riðið á aðra hesta og knapa og því miður hefur gassareið félagsmanna orðið til þess að aðrir hafa dottið af baki inni í höllum félagsins.
Bið þá félagsmenn sem ætla að ríða yfirferðagang að taka sérstakt tillit til annara sem eru inni, hestar og menn eru jú allir á misjöfum stað í tamningu og reynslu. Að ríða yfirferðargang inni í höll passar ekki þegar margir eru inni í einu.
Bendi öllum á að lesa umferðar og umgegnisreglur reiðhalla Spretts.
Framkvæmdastjóri