Kæru Sprettskonur.
10. nóvember kl: 20:00 í veislusal Spretts ætla ég að vera með kynningu á starfi vetrarins hjá okkur í Töltgrúppunni.
Veturinn verður mjög spennandi hjá okkur, þar sem stóri hópurinn hefur sinn sess einu sinni í viku í stóru höllinni en ásamt því ætla ég að vera með samstillingar tíma með áheirslu á ásetu, stjórnun og undirbúning fyrir sýningu og keppni.
Einnig verð ég með frábæran fyrirlesara og margt fleira.
Endilega látið berast að við erum að hefja starfið, það eru allar hestakonur velkomnar í TG hópinn
Ég mun opna fyrir skráningar í Töltgrúppuna á fundinum.
Ég hlakka til að sjá sem flestar áhugasamar hestakonur á fundinum.
Kær kveðja
Ragga Sam.