Tiltekt í geymslum Spretts

Miðvikudaginn 16. sept kl 18 ætlum við að taka til í geymslum Spretts.

Stjórn Spretts og framkvæmdarstjóri leita nú til félagsmanna Spretts með aðstoð við að fara í gegnum gamla hluti frá Andvara og Gusti, mikið er af allskonar hlutum í geymslunum undir áhorfendastúkunum í nýju höllinni.
Við biðjum félagsmenn að hjálpast að við að fara í gegnum þetta dót og sortera, sumu má henda annað er auðvitað hægt að nýta.
Léttar veitingar í boði.

Stjórn og Framkvæmdarstjóri

Scroll to Top