Þorrablót Spretts verður haldið í veislusal Spretts þann 3. feb nk.
Hreimur Örn Heimisson verður veislustjóri kvöldsins. Sprettskórinn tekur nokkur lög, uppboð verður á folatollum á vegum hrossaræktarnefndar Spretts.
DJ Atli Kanill mun svo halda uppi stuðinu á dansgólfinu fram á nótt.
Miðaverð er 11.900kr eingöngu verður hægt að panta miða í forsölu.
Borðapantanir/miðapantanir fara fram í gegnum netfangið [email protected], panta verður miða/borð fyrir 31.jan
Skemmtinefnd Spretts