Undanfarið hefur verið byggt upp plan inni í miðju hringvallarins fyrir neðan Húsasmiðjuhöllina.
Búið er að gera slóða af reiðleiðinni meðfram skeifunni inn á hringvöllinn, með þessari breytingu nýtist hringvöllurinn enn betur sem upphitunarvöllur á mótum sem fara fram á aðalvelli okkar ofaní skeifunni.
Þarna inni í miðjunni stefnum við á á að koma upp þrautabraut, brokkspírum, hindrunarstökks spírum, palli, brú, hliði ofl (Trec braut) sem mun vera uppi allt árið um kring. Ef félagsmenn hafa hugmyndir/tillögur að skemmtilegum þrautum sem gaman væri að setja þarna upp má gjarnan hafa samband á [email protected]
Einnig stefnum við á að þarna verði líka autt svæði til ýmisar þjálfunar, td gott fyrir ýmsa fimi þjálfun eða hringteymingar á opnu svæði.
Vinnu á þessu svæði verður haldið áfram á vordögum.