Skip to content

Tækifæri á alþjóðavettvangi

FEIF leitar nú að „young committee members“ eða ungfulltrúum í tvær nefndir.

Ungfulltrúar eru á aldrinum 18-26 ára og er hugmyndin að gefa ungu fólki tækifæri á að kynnast því að starfa í alþjóðlegum nefndum og ráðum. Það er einkar mikilvægt að ungt fólk fái tækifæri til að láta rödd sína heyrast og setja mark sitt á þá þróun sem það vill sjá hestamennskunni til heilla.

Leitað er að fulltrúum í Menntanefnd og Æskulýðsnefnd og er skipunartíminn tvö ár í senn. Frekari upplýsingar má finna hér:
https://www.lhhestar.is/is/frettir/viltu-lata-til-thin-taka-a-althjodavettvangi

Áhugasamir sækja beint um til FEIF en gott væri að láta stjórn hestamannafélagsins og LH vita af því ef einhver vill gefa kost á sér. Spennandi tækifæri sem býður upp á ferðalög erlendis og tengsl við alþjóðasamfélag íslenska hestsins.