Hestamannafélagið Sprettur óskar eftir knöpum í polla-, barna- og unglingaflokki til að taka þátt í sýningaratriðum á Dymbilvikusýningu Spretts, og mögulega einnig fyrir sýninguna Æskan & Hesturinn.
Miðað er við að knapar séu þó ekki yngri en 8 ára og þurfa að vera vel fær um að ríða á tölti og brokki sjálf.
Fyrsta æfing fer fram fimmtudaginn 31.mars kl.19:00-20:00 í Samskipahöllinni, hólf 3.
Áhugasamir skrái sig með því að senda póst á [email protected] í síðasta lagi miðvikudaginn 30.mars.
Einnig er velkomið að hafa frumkvæði að sýningaratriði og senda inn hugmyndir, hvort sem er fyrir Dymbilvikusýningu eða Æskan & Hesturinn.
Hlökkum til að heyra frá ykkur!