Sprettarar vinsamlega athugið eftirfarandi.
Stjörnuhlaupið 20.maí 2023, hluti hlaupaleiðar liggur um reiðleiðir nálægt Spretti.
- Boðið verður upp tvær vegalengdir; annars vegar 11 km hring og hins vegar 22 km vegalengd sem eru þá 2 hringir á sömu braut.
- Hlaupið byrjar kl. 10:00 laugardaginn 20. maí. Ræst er og endað er við íþróttahúsið Miðgarð.
- Gera má ráð fyrir að hlaupaviðburðurinn stand yfir í um 3 – 3,5 klst eða frá 10:00 -13:30 þennan dag.
- Hér er leiðin á korti https://connect.garmin.com/modern/course/156313773?fbclid=IwAR1cm-eLRz0MB5kVbjkB3KUDNiKrZR59RYg6Nwkgc9TyGc8fWW96BO8hfGk
Hlaupaleiðin.
Rás- og endamark er við innganginn í íþróttahúsinu Miðgarði sem stendur við golfvöll GKG í Vetrarmýrinni. Hlaupaleiðin liggur í landi Vífilsstaða og Heiðmörk og m.a. um útvistarskógana í Smalaholti og Sandahlíð.
Farið er frá Miðgarði eftir slóð austur undir Hnoðraholti og meðfram golfvellinum inni í skóg Skógræktar Garðabæjar í Smalaholti og hlaupið þar á stígum upp á Smalaholtið sem gefur fallegt útsýni yfir Vífilsstaðavatn og Bláfjöllin.
Þaðan liggur leiðin á stíg í Smalaholtinu austur að hesthúsum Garðabæjar þar sem farið er yfir Vatnsendaveg og upp í Sandahlíðina fyrir ofan hesthúsin. Komið er upp á mela Sandahlíðar Garðabæjarmegin fyrir ofan Guðmundarlund.
Leiðin þaðan liggur stuttlega á hestastíg í átt að nýrri útilífsmiðstöð Skátafélagsins Vífils. Tekin er skörp beygja við útilífsmiðstöðina þar sem er drykkjarstöð og farið í vesturátt að Vífilsstaðavatni eftir nýjum malarstíg sem tengist við malarstíginn í botni Vífilsstaðavatns. Áður en farið er niður stíginn er útsýni í vestur ægi fagurt og á góðum degi er útsýni yfir hafið og blasir Snæfellsjökullinn við.
Gert er ráð fyrir að þessum hluta stígsins verði lokað fyrir hestaumferð milli kl. 10:00 – c.a. 13:30 eða þar til síðasti hlauparinn er farinn í gegn á þessum hluta sem gæti verið á milli 13:00 og 13:30. (sjá mynd 2 – lokanir)
Þegar komið er niður að Vífilsstaðavatni ofan af hæðinni er haldið beint áfram meðfram Vífilsstaðavatni ад neðra bílastæði við útfallið í Hraunslæk (Vífilsstaðalækinn), farið yfir göngubrúna og beygt til vinstri að efra bílastæðinu og yfir Flóttamannaveginn og áfram að Vífilsstöðum. Farið er framhjá Vífilsstaðaspítala á bílaplaninu og beygt til hægri. Þá liggur leiðin beint að Miðgarði á nýrri malbikaðri göngubraut sem er 800 m með góðum endaspretti.
Mynd 1. Hlaupaleiðin og leggurinn sem um ræðir
Mynd 2. Lokanir