Hestamannafélagið Sprettur auglýsir laust til umsóknar spennandi starf framkvæmdastjóra Spretts. Við leitum að drífandi stjórnanda sem mun ásamt stjórn, yfirþjálfara og öflugum hópi sjálfboðaliða tryggja markvissa og metnaðarfulla starfsemi í félaginu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á leiðtogahæfileika, skipulagsfærni og metnað. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri Spretts og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn hefur gefið. Starfshlutfallið er 50%.
Við leitum að aðila með framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og óbilandi áhuga á að byggja upp framúrskarandi félag með ungmennafélagsandann að leiðarljósi.
Helstu verkefni:
- Yfirumsjón með daglegum rekstri og starfsemi Spretts
- Stýring fjármála, áætlunargerð og kostnaðareftirlit
- Tekjuöflun og markaðssetning félagsins
- Eftirfylgni með innleiðingu stefnu í samráði við stjórn og félagsmenn
- Ábyrgð og umsjón með útleigu á eignum félagsins
- Samskipti við stjórn félagsins, félagsmenn, fjölmiðla, opinbera aðila og hagsmunaaðilar
- Innkaup, samningagerð og samskipti við styrktaraðila og birgja
- Viðburða og verkefnastjórnun á vegum félagsins
- Samskipti og utanumhald um nefndir félagsins
- Þjónusta við félagsmenn og utanumhald um félagatal
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórn
Hæfnikröfur:
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af stjórnun og rekstri
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og drifkraftur
- Hæfni til að miðla upplýsingum og veita stuðning í verkefnum
- Góð tölvufærni og hæfni til að setja sig inn í nýja tækni
- Þekking og áhugi á að setja sig inn í ólík verkefni
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla og þekking á íþróttastarfi er æskileg
- Reynsla í notkun á bókhaldskerfi væri kostur
Nánari upplýsingar veitir Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, formaður Spretts á netfanginu [email protected]. Allar umsóknir skulu berast í gegnum vefsíðuna alfred.is, sjá hlekk: https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-spretts
Óskað er eftir ferilskrá og kynningarbréf fylgi umsókn. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er 8. september 2024.