Sprettskórinn er 30 manna karlakór, sem starfar innan Hestamannafélagsins Spretts.
Upphaflega starfaði kórinn undir merkjum Hestamannafélagsins Gusts, en við sameiningu Andvara og Gusts í Hestamannafélagið Sprett, var nafninu breytt
Kórinn æfir í félagsheimili Spretts í Samskipahöllinni á mánudögum kl. 20.00 – 22.00.
Framundan eru 30 ára afmælistónleikar kórsins og verða þeir í Samskipahöllinni (Arnarfelli) laugardagskvöldið 5.nóvember kl. 20.30. Gestakórar verða Karlakórinn Þrestir og Karlakór Hreppamanna.
Þá er fyrirhugað að taka þátt í norrænu kóramóti á Borgundarhólmi í maí.
Nýjir félagar eru ávallt velkomnir og geta þeir sett sig í samband við Atla Guðlaugsson, stjórnanda í síma 864-8019
Bestu kveðjur,
Einar Pétursson