Skip to content

Sprettarar standa sig vel á LM

Nú er forkeppni lokið í öllum flokkum og milliriðlar í barna og unglingaflokkum fóru fram í dag.

Sprettarar standa sig frábærlega á mótinu. Í öllum flokkum eru gríðarlega sterkir hestar og knapar og í raun mikill sigur að komast meða 30 efstu hvað þá í úrslit. í dag fóru fram milliriðlar í barna og unglingaflokkum og munu Sprettarar setja sterkan svip á A og B úrslit í sínum flokkum. 

Í barnaflokki eru það Apríl Björk Þórisdóttir og Sikill frá Árbæjarhjáleigu með einkuninna 8,57 og Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Laufi frá Syðri-Völlum með einkunnina 8,52, sem riðu sig beint í A-úrslit. Stórkostlegur árangur hjá ykkur stelpur!!

A-úrslit í barnaflokki munu fara fram á laugardaginn kl 13:40

Í unglingaflokki stendur hæðst eftir daginn Elva Rún Jónsdóttir og Hraunar frá Vorsabæ II með einkunnina 8,61

Þau munu keppa í A-úrslum á laugardag kl 14:20

                                                                                                                                                                    Sprettarar munu setja sterkan svip á B-úrslit í unglingaflokki því í dag komust þau Herdís Björg Jóhannsdóttir og Snillingur frá Sólheimum með 8,53, Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Aðgát frá Víðivöllum fremri með 8,52 og Hekla Rán Hannesdóttir og Grímur frá Skógarási með 8,47.

Þau munu ríða B-úrslit á fimmtudag kl 16:50

Hvetjum Sprettara til þess að fjölmenna í brekkunni í úrslitum

Forkeppni:

Í barnaflokki kepptu 9 börn á mánudag og komust 4 þeirra áfram í milliriðil.

Þau börn sem komust áfram í milliriðili eru Apríl Björk og Sikill, Kári og Hrafn, Jóhanna Sigurlilja og Laufi og svo Kristín Elka og Vordís. Frábær árangur hjá ykkur öllum, þau börn sem ekki komust áfram sýndu frábærar sýningar og stóðu sig frábærlega.

Í unglingaflokki kepptu 14 unglingar og komstu 6 þeirra áfram í milliriðil.

Þeir unglingar sem komust áfram eru Hekla Rán og Grímur, Ragnar Bjarki og Aðgát, Elva Rún og Hraunar, Guðný Dís og Ás, Herdís Björg og Snillingur, Þorbjörg og Ísó. Í „dauða“ sætinu urðu Hulda og Sævar. Allir okkar unglingar sýndu frábæra reiðmennsku og flottar sýningar. Til hamingju öll með ykkar árangur.

í ungmennaflokki kepptu 8 ungmenni og komust 3 þeirra áfram í milliriðil.

Þau ungmenni sem komust áfram eru Sigurður Baldur og Trymbill, Hulda María og Muninn og Brynja Pála og Vörður. Þau ungmenni sem ekki komust áfram sýndu góðar sýningar og fallega reiðmennsku. Sprettur óskar ykkur öllum innilega til hamingju með árangur ykkar.

Keppni í milliriðli í ungmennaflokki fer fram á morgun, 6.júlí. 

Í A og B flokkum eru tveir fulltrúar Spretts sem komust áfram í milliriðla sem munu fara fram á morgun, 6.júlí það eru þeir Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarsson í A-flokki og Glóinn frá Halakoti og Ólafur Ásgeirsson í B-flokki.